námskeið
Kayaknámskeið
Kayaknámskeið 27 Apríl, 11 Maí og 31 Maí 2024.
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Magga í arcticseakayaks@gmail.com
Byrjendanámskeið
Þar förum við í gegnum allan grunninn: hvað er kayak, grunnáratök, bjarganir og búnað.
Þetta námskeið skilar þér á þann stað að þú ert tilbúinn að skrá þig í klúbbinn: kayakklubburinn.is og taka þátt í félagsróðrum sem eru vikulega frá Geldingarnesi þar sem eru reyndir ræðarar sem stjórna þeim og sjá um að allt sé öruggt og leiðbeina þér ef þurfa þykir. Með skráningu í klúbbinn hefur þú aðgang að bátum og búnaði í félagsróðrum.
Framhaldsnámskeið
Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði og búnir að ná góðum tökum á grunninum.
Þarna förum við í frekari áratækni þar sem þið lærið stern rudder, bough rudder og hanging draw. Þetta eru þessi fancy áratök sem þið hafið séð hjá reyndari ræðurum og væri gaman og mjög gagnlegt að kunna.
Við förum dýpra í bjarganir, sjálfsbjarganir og dráttarlínu vinnu.
Þetta námskeið er að skila þér á þann stað að þú getur farið að taka þátt í flestum ferðum klúbbsins, þó með samþykki ferðanefndar hverju sinni.
Kayak Ferðanámskeið
Kayak útilega (námskeið)
Nú er tækifæri fyrir minna reyndari kayakræðara að komast í kayak ferðalag.
Planið er að fara í tveggja til þriggja daga ferðir með fólk sem vill læra að ferðast á kayak undir öruggri leiðsögn og njóta þeirrar upplifunar sem það er að ferðast um landið á kayak.
Það sem verður farið í gegnum er hvernig hlaða á bátinn, hvaða búnað þarf og einnig verður mikil leiðsögn í áratækni til að auðvelda okkur róðurinn, sjávarfallafræði og hvernig forðumst við að koma okkur í vandræði með strauma og annann ólgu sjó.
En aðal markmiðið er að hafa gaman og komast í góðan túr, þetta hentar fyrir alla líka byrjendur sem hafa lokið byrjendanámskeiði. Best er að fólk mæti með sína báta og búnað en við getum líka skaffað báta og búnað ef þess þarf.
Gjaldið er 30.000 kr á mann fyrir ferðina, planið er að fólk mæti á staðin á eigin bílum en það fer eftir veðri og vindum hvert við förum.
það verða fleiri dagssetningar í boði svo endilega verið í sambandi til að finna út hvaða dagar henta ykkur.
Allar frekari upplýsingar og bókanir eru hjá Magga í arcticseakayaks@gmail.com
Covid 19
Námskeiðin eru haldin utandyra í Geldingarnesi. Búnaður er hreinsaður eftir hvert námskeið. Auðvelt er að halda 2 metra reglu á þessum námskeiðum, þar sem það er nóg pláss í náttúrunni. Ef fólk finnur fyrir
einhverjum einkennum fyrir námskeið, biðjum við það vinsamlegast að koma ekki á námskeiðisdag heldur bóka nýja dagsetningu